Skýrsla stjórnar

Þegar kylfingar hugsa til komandi golfsumars á vorin og yfir vetrartímann er til mikils að hlakka. Vorið kemur með hækkandi sól, æfingasvæði fyllast, kylfingar klæða sig í föðurlandið og arka á opna „vor“ golfvelli og fjöldi kylfinga halda til útlanda í golfferðir. Áhyggjur flestra snúast aðallega um það hvenær vellirnir opna og áður en varir eru kylfingar farnir að hópa sig saman á golfvöllum landsins og lífið snýst þá næstum því bara um að skoða veðurspár.

Hvern hefði órað fyrir því að golfárið 2020 yrði eftirminnilegt fyrir það að þurfa að hlýða Víði til að komast í golf, þvo sér hendurnar, spritta sig í tíma og ótíma, deila ekki búnaði, halda 2 metra fjarlægð, holubotnar á hvolfi, svampbotnar, engar hrífur, engar ruslatunnur og fleiri og fleiri sérreglur um ástundun golfíþróttarinnar sem innleiddar voru til þess að kylfingar gætu spilað golf á tímum samkomubanns og samkomutakmarkana. Það verður í raun að gleðjast yfir þeirri miklu aðlögunarhæfni sem golfíþróttin og kylfingar greinilega búa yfir enda leið sumarið alveg ótrúlega hratt og vel miðað við aðstæður. Smellið á hnappinn hér fyrir neðan til að lesa ávarp Kára formanns.

Ávarp formanns

Félagsmenn Golfklúbburinn Oddur

0
FÉLAGAR
0,0%
KONUR
0,0%
KARLAR
wdt_ID Deild Fjöldinn Fjöldi Hlutfall KK KVK KK hlutfall KVK hlutfall
1 Knattspyrnudeild 228 228 12,6 134 94 58,8 41,2
2 Fimleikadeild 65 65 3,6 6 59 9,2 90,8
3 Hjóladeild 27 27 1,5 18 9 66,7 33,3
4 Júdó 17 17 0,9 14 3 82,4 17,6
5 Körfuknattleiksdeild 201 201 11,1 109 92 54,2 45,8
7 Sunddeild 60 60 3,3 22 38 36,7 63,3
8 Taekwondodeild 10 10 0,6 7 3 70,0 30,0
9 Skotdeild 18 18 1,0 17 1 94,4 5,6

Afreksmál og aðstöðuleysi

Undanfarin ár hefur mér verið tíðrætt um aðstöðuleysi okkar í GO í ársskýrslum og ég sem félagsmaður í mínu íþróttafélagi á orðið erfitt með að skilja hvers vegna uppbygging aðstöðu á okkar vallarsvæði er ekki í neinu samræmi við núverandi og framtíðar aðstöðu okkar helstu nágranna. Þessi staða er mörgum félagsmanninum einnig óskiljanleg hef ég heyrt, enda það öllum ljóst að það gætir gífurlegs ójafnréttis í þessum málum í okkar byggðarfélagi.

LESA MEIRA

Gönguhópur GO

Hjá Oddi fer fram öflugt félagsstarf sem vissulega voru settar ýmsar skorður á liðnu golfári. Gönguhópur GO hefur verið virkur undanfarin tvö ár og þar hefur áhersla verið lögð á að hittast yfir vetrartímann þegar fæstir eru að hugsa um golf.

LESA MEIRA

Ársreikningur GO 2020

Rekstur Golfklúbbsins Odds gekk vel á árinu 2020. Hægt er að skoða ársreikning og áætlun næsta árs með því að smella á hnappinn þarna fyrir neðan.

LESA MEIRA