Skýrsla félagsnefndar

Golfklúbburinn Oddur
Skýrsla félagsnefndar Odds fyrir árið 2019-20

Í félagsnefnd s.l. starfsár voru þau Ari Þórðarson formaður, Kristjana Þorsteinsdóttir og Örn Bjarnason. Eins og undanfarin ár þá vann Svavar Geir Svavarsson starfsmaður Odds með nefndinni.

Þetta var fjórða starfsár nefndarinnar og var gerólíkt hinum árunum vegna lamandi áhrifa kórónaveirunnar.

Við náðum að halda út hinum vinsælu gönguferðum félagsmanna fram í mars en eftir það hægðist mjög á öllu. Þetta voru verkefnin:
• Vikulegar gönguferðir hófust 18.janúar og síðasta ferðin var farin 14.mars
• Golfhermismót var haldið 14.febrúar í Golfklúbbnum Holtagörðum

Gönguferðirnar voru ágætlega sóttar og var svipaður fjöldi sem tók þátt og undanfarna vetur. Erni Bjarnasyni og Svarari Geir eru færðar góðar þakkir fyrir þeirra framlag á þessum vettvangi.

Það varð engin breyting á megin áherslunni í starfi nefndarinnar þ.e. að sinna félagsstarfi utan opnunartíma golfvallarins. Frá miðjum mars og út árið 2020 hefur kórónaveiran haft mikil áhrif á starfsemi klúbbsins og takmarkað möguleika okkar allra til að skipuleggja félagsstarf sem og að stunda golf. Á sama tíma var metfjölgun golfara í klúbbum innan GSÍ og ásóknin á golfvelli landsins í hæstu hæðum. Það eru því nokkur vonbrigði að hafa ekki getað aukið virkni félagsstarfsins í samræmi við þessa auknu ástundun.

Nefndin vonast eftir því að árinu 2021 skapist betri möguleikar til að sinna verkefnum nefndarinnar og að eftir áramótin verði m.a. einhverskonar framhald á gönguferðunum vinsælu og að nýliða-móttakan verði hluti af fastri starfsemi klúbbsins.

Félagsnefnd þakkar að lokum félögsmönnum Odds sem tóku þátt í starfinu sem og auðvitað ljúflingunum Svavari og Þorvaldi fyrir mjög gott samstarf.

Ari Þórðarson